Fyrirgefiði!!!

Fyrirgefiði! Ég er ekki búin að blogga svooo lengi en ég ákvað núna að ég ætti bara að blogga, ég hef ekkert betra að gera.

   Ég er búin að eignast fleiri bestu vinkonur, Gabby, hún er æði! Fyrst þegar ég hitti hana líkaði mér alls ekki vel við hana, ég þoldi hana ekki en einhvern vegin urðum við bestu vinkonur. Eftir það að fá nokkur PD (Play Date) þá gistum við.

Við lékum okkur á föstudeginum (það var frí) heima hjá mér og ég hringdi og bað um PD (Play Date) og við hittumst klukkan tólf og það var sko voðalega gaman hún tók í alvöru til í herberginu mínu!!! Ég hringdi aftur eftir PD (ég segi þetta ekki aftur) og bað um að gista og það var bara ekki hægt að segja nei svo mamma Gabby sagði að hún myndi hringja eftir smá því hún væri upptekin. Smá hjá henni hlýtur að hafa verið lengi klukkan var á milli níu til tíu þegar hún loksins hringdi. og vitið hvað, hún kemur klukkan 4 á morgun. Ég fór beint að sofa í dag ég vaknaði snemma og beið og beið. klukkan tíu mínútur yfir fjögur hringdi mamma hennar og sagði að soft-ball leikurinn hennar var aðeins of lengi en þær héldu og svona sirkað tuttugu mín. yfir fjögur kom hún. Hún kláraði að taka til í herberginu mínu og sagði að henni þótti þetta í alvöru gaman! Við fórum í kodda slag áður en við fórum að sofa, og lemdum Árna svolítið, en hvað með það við fórum að sofa og vöknuðum klukkan 7:00. Ég var dauð úr þreytu ég var eins og ég væri ný stigin upp frá dauðum, en út að því að Gabby er svo góð leifði hún mér að sofa lengurHalo.

 Við gerðum síðan svolítið sem enginn fær að vita Police  Bandit.

síðan þurfti hún að faraCrying. En þetta var skemmtilegasta gist í Ameríku (og líka fyrsta)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta er langur og flottur pistill hjá þér Eva Dröfn - ótrúlega gaman að lesa
Hlakka til að hitta þig í sumar - vonandi á Ísafirði...

Marta (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband